Greinar

Fasteignir, braskvæðing og blóðmjólkun

By Miðjan

June 12, 2023

Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifaði:

Auðæfi eru einna helst geymd í fasteignum. Árið 2020 var fjárhagslegt virði allra fasteigna í heiminum metið á 326.5 triljón dollara, sú upphæð er næstum því fjórföld upphæð vergrar landsframleiðslu á heimsvísu. Mat á fjárhagslegu virði fasteigna er að hækka vegna íbúðarhúsnæðis en slíkt húsnæði nemur 79% af heildarverðmæti fasteigna.

Við vitum að auðsöfnun fjármagnseigenda er m.a. tekin út í gegnum braskvæðingu og með því að blóðmjólka leigjendur. Fjármagnseigendur hagnast gríðarlega á þeirri staðreynd að öll þurfum við heimili. Vandinn liggur í fjármálavæðingu húsnæðis þar sem litið er á fasteign sem vöru til að græða á en ekki sem heimili sem einhver önnur manneskja mun búa í og nota sem grunninn að velferð í sínu lífi.