- Advertisement -

Fast sótt að Bjarna úr hans eigin röðum

Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna skrifaði:

„Það er fast sótt að Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, úr hans eigin röðum. Bjarni lýsti því yfir á flokksráðsfundi flokksins um síðustu helgi að það væri hvergi bilbug á honum að finna og ekki í boði hvorki fyrir hann né flokkinn að gefast upp fyrir komandi verkefnum og að ríkisstjórnarsamstarfið væri traust. Þessir eru ysta hægrið í flokknum ósammála þaðan sem Bjarna berast nú hótanir um stjórnarslit ef ekki verður farið að vilja þeirra. Flestir teljast þessir aðilar til minni pólitískra spámanna flokksins en endurspegla þó óánægju innan raða hans gagnvart Bjarna.

Bjarni á ekki marga kosti í stöðunni og reyndar aðeins tvo ef út í það er farið. Að lúffa fyrir háreystinni frá ysta hægrinu sem yrði þá hans pólitíski svanasöngur eða standa með sjálfum sér og trúnaði sínum við stjórnarsamstarfið og hrista þá af sér sem nú narta stöðugt í hæla hans.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: