„Bandarísku borgunum í leiðakerfi WOW air fækkar um að minnsta kosti þrjár á næsta ári. Miðað við sætanýtingu og fargjöldin sem nú eru í boði er ljóst að þessi útgerð getur skilað umtalsverðu tapi,“ segir á frétt á turisti.is.
„Það voru forsvarsmönnum flugmála í St. Louis vonbrigði að stjórnendur WOW air hafi ákveðið að hætta áætlunarfluginu þangað þann 7. janúar næstkomandi,“ segir í fréttinni.
„Það kostar WOW nefnilega um 5,6 milljónir að fljúga 200 sæta Airbus þotu til Cleveland og ef 3 af hverjum 4 sætum eru bókuð þá þurfa farþegarnir að jafnaði að borga nærri 37 þúsund krónur svo ferðin standi undir sér. 13 þúsund króna farmiðinn er því nærri á þreföldu undirverði.“
Þetta er bein tilvitnun í frétt á Túrista, turisti.is.