Alþingi Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom í ræðustól og gerði athugasemdir við nýtingu okkar á byggingum.
„Rifjaðist upp fyrir mér að við Íslendingar eru sérfræðingar í endurgerð húsa. Þannig býr stjórnarráð Íslands við það að vera í gömlu tukthúsi, það er að vísu búið að skipta um áhöfn, innanríkisráðuneytip er í gamalli kartöfugeymslu, Listasafnið í íshúsi, Þjóðskjalasafnið er í aflóga mjólkurstöð, og það stóð til, að minnsta kosti kom fram hugmynd sú, að setja Þjóðminjasafnið í kjötvinnslu. Það er þannig líka með einkafyrirtæki að þau fara í endurýtingu. Þannig var að Íslandsbanki var settur í frystihús og forstjóri þess frystihúss, sagði við bankastjóra þess banka, sem var stofnin í Íslandsbanka, og með leyfi forseta ætla ég að verða orðljótur og hafa beint eftir forstjóranum og segja: Farið þér og banki yðar til helvítis. Bankinn endaði í frystihúsinu og fór á hausinn. Nú á að fara að taka upp gamlar teikningar, aldagamlar teikningar til að byggja hér á alþingishússreit og það er ekki endurnýting á húsum, heldur endurnýting á teikningum. Ég vil aðeins segja það, að byggingalist endurspeglar vissulega þann samtíma þegar byggt er. Það er byggt eftir notagildi á hverjum tíma og þá tökum við ekki aldargamlar teikningar. Ég segi einsog sálmaskáldið sagði forðum, húsameistari ríkisins, ekki meir, ekki meir,“ sagði Vilhjálmur.