- Advertisement -

Fari frekar til sálfræðings en á Alþingi

Viðskiptamenn bankans bera kostnaðinn.

Ragnar Önundarson skrifar:

Nú vita allir að kaupendur Arion banka eru ekki „alvöru fjárfestar“ eins og bankastjórinn hélt fram, heldur vogunarsjóðir, „gammar“ sem líta á bankann sem „hræ“ til að gæða sér á. Erlendir eigendur af þessu tagi gera samfélaginu ekki gagn. Þegar þeir hafa fengið fylli sína fljúga þeir á brott í leit að næsta „hræi“. Viðskiptamenn bankans bera kostnaðinn.

Íslensk stjórnsýsla er veik, þess er ekki gætt að rétta manngerðin skipi ábyrgðarstöður sem mikið getur reynt á. Viljastyrkur, stefnufesta, atorka eru lykilorð. Núna er aðaláherslan á jafnrétti, sem er fallegt, en sú áhersla getur leitt til þess að einstökum ljúfmennum, svonefndum „gæðablóðum“ sé ætlað sem forstöðumönnum eftirlitsstofnana að taka á mestu „frekjuhundum“ viðskiptalífsins.

Margir stjórnmálamenn sækjast eftir að vera í sviðsljósinu en rísa ekki undir ábyrgðinni þegar á reynir. Þegar kornungt fólk, sem eðli máls hefur hvorki starfs- né lífsreynslu, sækist eftir æðstu ábyrgð, þá á EKKI að senda það inn á Alþingi. Það á að senda það til sálfræðings!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: