- Advertisement -

Fáránlegt svar forseta Alþingis

Björn Leví skrifar:

Hvað segið þið um þetta? Einu og hálfu ári seinna er allt í einu ekki hægt að fá aksturskostnað sundurliðaðan niður á mánuði? Var tölvukerfið niðurfært eða hvað? 

Það er gersamlega fáránlegt að forseti skili frá sér svona svari. Við hverju býst hann? Að ég segi bara; „já, auðvitað. Tölvukerfi virka ekki þannig að það er hægt að fá sundurliðað á hvern mánuð, bara fyrir hálft ár í einu“.

Ég hefði haldið að þau hefðu lært það að reynslunni að það þýðir ekkert að vera með svona feluleik þegar ég er að spyrja um upplýsingar. Það þýðir bara nýjar og ítarlegri fyrirspurnir. Þarna er verið að fela aukinn kostnað á mánuðunum í kringum kosningar í meðaltali mánaðanna í kring. Þrátt fyrir það sést samt munur en eins og fyrra svar frá 2017 sýnir þá tvöfaldaðist aksturskostnaðurinn frá venjulegum mánuði (mars og nóv.) miðað við kosningarmánuðinn maí.

En nei, nú er bara hægt að svara með summu af sex mánuðum. Ég kem örugglega til með að taka því bara þegjandi og hljóðalaust /kaldhæðni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: