Smári McCarty, þingmaður Pírata, er ekki sáttur með vinnubrögð Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hann lýsir framgöngunni svona:
„Ef þið viljið skilja eðli fúsks á Alþingi, athugið þetta þá. Píratar hafa verið að kalla eftir því í rúmt ár að þetta mjög svo mikilvæga frumvarp komi fram svo þingið geti skoðað það. Það kom í kvöld. GDPR tók gildi allsstaðar annarsstaðar í Evrópu sl. föstudag, og það er fyrst núna sem við fáum að sjá hvernig ráðuneytið leggur til að það verði útfært í Íslenskum lögum. Frumvarpið er 147 blaðsíður á lengd, og núna er verið að reyna að skapa pressu á þingið að klára alla þinglega meðferð þess á minna en 2 vikum. Það er nákvæmlega ekkert við þetta sem var ófyrirsjáanlegt, jafnvel fyrir mörgum árum. En svona kýs Sigríður Á Andersen að vinna þetta. Fáranlegt fúsk, og algjörlega til skammar!“