Gunnar Smári skrifar:
Fleiri? Skrítið orð yfir 68,6% þeirra sem tóku afstöðu. Ef fólk vill taka með þau sem ekki taka afstöðu þá vildi innan við fjórðungur, aðeins 23,9%, aukna hernaðaruppbyggingu þrátt fyrir linnulausan áróður utanríkisráðherrans. En reynslan sýnir að ríkisstjórnin mun fara eftir vilja hinna fáu, ekki hinna mörgu. Það á við hernað eins og orkumál, vegatolla, stjórnarskrá, einkavæðingu bankanna, opinbera heilbrigðiskerfið o.s.frv. Þessi ríkisstjórn fer aldrei að almannavilja, aldrei. VG telur það skyldu sína að semja frá sér þá stefnu sem almenningur vill taka.