- Advertisement -

Fálkinn villtist af réttri leið

„Það er ekki að ástæðulausu að fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins er okk­ur flokks­mönn­um hug­leikið þessa dag­ana. Fylgið hef­ur helm­ing­ast á til­tölu­lega skömm­um tíma og mörg góð flokkssystkini hafa yf­ir­gefið flokk­inn,“ þannig skrifar einn áhrifamesti flokksmaður Sjálfstæðisflokksins, Viðar Guðjohnsen, í Moggagrein í dag. Hann kallar flokkinn sinn Fálkann, sem er fínt hjá Viðari og allt of sjaldan er gert.

Síðar í greininni skrifar Viðar:

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er frjáls­lynd­ur íhalds­flokk­ur. Íhalds­stefn­an, eða varðveislu­stefn­an eins og hún hef­ur stund­um verið nefnd, bygg­ist á hug­ar­fari um að varðveita það sem vel hef­ur gef­ist, að varðveita full­veldið, að varðveita það sem sam­ein­ar okk­ur sem þjóð; hið fal­lega tungu­mál, hina ein­stöku manna­nafna­hefð, hinn hreina og mannúðlega land­búnað, hinn sterka sjáv­ar­út­veg, kirkj­una sem ver og rækt­ar tengsl okk­ar við Guð, hjóna­bandið sem er burðarstoð fjöl­skyld­unn­ar og fjöl­skyld­una sem er grunn­ur sam­fé­lags­ins.“

Viðar hefur sýnilega áhyggjur af framtíð Fálkans. Treystir ekki núverandi forystu til að fara með flokkinn, Fálkann. Telur þau ekki þekkja sögu Fálkans.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Grunn­gild­in eru hans hái turn.

„Stjórn­mála­maður sem hef­ur litla þekk­ingu á upp­run­an­um er óviss um hvað hann vill eða á hvaða gild­um flokk­ur­inn sinn var stofnaður, mun alltaf missa fót­fest­una og leit­ast við að þókn­ast öll­um þegar hinar og þess­ar fals­frétt­ir birt­ast. Að lok­um mun hann þó ekki þókn­ast nein­um en með at­ferli sínu kynda und­ir múgæði og ósam­stöðu. Rétt eins mun út­sjón­ar­sam­ur stjórn­mála­maður sem veit hvað hann vill, þekk­ir og tem­ur sér tryggð við grunn­gildi flokks­ins síns, auka vel­vild og traust í sinn garð. Slík­ur stjórn­mála­maður skeyt­ir ekki um póli­tíska vinda; hann sigl­ir vind­inn, hlú­ir að sann­fær­ingu sinni og sýn­ir grunn­gild­un­um holl­ustu. Grunn­gild­in eru hans hái turn sem gegn­ir hlut­verki vit­ans í hinu sí­breyti­lega póli­tíska veðurfari. Með þeim hætti get­ur hann brotið niður illt um­tal og fals­frétt­ir á þeim stað sem það skipt­ir máli – í hjört­um lands­manna.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: