- Advertisement -

Fálkinn og Svandís; harkan eykst

„Mörg­um blöskr­ar sem von er fram­ganga heil­brigðisráðherra gagn­vart einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu.“ „Kjöl­fest­an verður að vera traust og öfl­ugt heil­brigðis­kerfi okk­ar allra, sem við eig­um sjálf og þjóðin hef­ur kallað eft­ir.“

Davíð: „Þó að ráðherra úr röðum vinstri-grænna fari með heil­brigðismál­in er sá flokk­ur ekki einn í rík­is­stjórn.“

Mogginn er vígvöllurinn í átökum Fálkans (Sjálfstæðisflokksins) og Vg, og þá einkum Svandísar Svavarsdóttur. Vopnahlé er ekki sjáanlegt. Eflaust er beðið eftir inngripum Bjarna Ben og Katrínar. Meðan þau gera ekkert aukast átökin, sem hæglega geta orðið banabiti ríkisstjórnarinnar.

Davíð Oddsson hefur blandað sér í átökin við Svandísi og nýtir sér leiðara dagsins til þess.

„Mörg­um blöskr­ar sem von er fram­ganga heil­brigðisráðherra gagn­vart einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu,“ skrifar hann.

Davíð vitnar til viðtals við Kristján Guðmunds­son, formann samn­inga­nefnd­ar Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur. „Þetta er grafal­var­legt mál og það er líka al­var­legt að ráðherra sinn­ir því ekki að svara sér­fræðilækn­um, skrifar Davíð og vitnar svo til Kristáns. „Hún verður þá að minnsta kosti að segja að hún ætli ekki að semja við okk­ur. Þetta er auðvitað dóna­skap­ur og set­ur lækna í ómögu­lega stöðu. Sjúk­ling­ar vita ekki hvað þeir eiga að borga á næsta ári og lækn­ar eiga örðugt með að skipu­leggja aðgerðir, eft­ir­lit og starf­sem­ina al­mennt.“

Vg ekki ein í ríkisstjórninni

Næst er öllum léttavopnum sleppt og gripið til þyngra vopna:

„Þó að ráðherra úr röðum vinstri-grænna fari með heil­brigðismál­in er sá flokk­ur ekki einn í rík­is­stjórn og í stefnu­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar er ekki að finna áform um að út­rýma einka­rekstri úr heil­brigðis­kerf­inu, enda hefði slíkt án efa aldrei náð í gegn. Þess vegna hef­ur komið á óvart hve langt heil­brigðisráðherra hef­ur getað gengið, en grein þriggja þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins, þeirra Jóns Gunn­ars­son­ar, Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur og Brynj­ars Ní­els­son­ar, hér í blaðinu um helg­ina, gef­ur von­ir um að nú verði spyrnt við fót­um.“

Til að þjóna kredd­um og for­dóm­um

Svandís hefur snert, jafnvel kramið, hjarta Fálkans:

„Þre­menn­ing­arn­ir gagn­rýna stefnu ráðherra sem þeim virðist vera „að auka starf­semi op­in­berr­ar heil­brigðisþjón­ustu og á sama tíma draga úr fram­lagi sjálf­stætt starf­andi sér­fræðinga og heil­brigðis­stofn­ana. Heil­brigðis­kerfið þarf að vera fyr­ir sjúk­linga og mark­miðið á að vera að veita sem besta þjón­ustu fyr­ir það fjár­magn sem varið er til mála­flokks­ins. Besta leiðin til að ná þessu mark­miði er að nýta kosti einkafram­taks­ins til að bæta þjón­ustu og vinna á biðlist­um, en ekki að auka um­svif rík­is­ins til að þjóna kredd­um og for­dóm­um.“

Svandís: „Með því að setja fram vandaða heil­brigðis­stefnu, tryggja öfl­uga þjón­ustu op­in­berra sjúkra­húsa, efla göngu­deild­ir og treysta heilsu­gæsl­una um allt land.“

Heilbrigðiskerfi sem við eigum sjálf

Í leiðaraopnu Moggans er einnig grein eftir Svandísi. Hún talar allt öðru máli en Davíð og Fálkinn:

„Nú er unnið að und­ir­bún­ingi nýs sam­komu­lags við sér­fræðilækna í vel­ferðarráðuneyt­inu. Miðað er við að það sam­komu­lag upp­fylli ákveðin skil­yrði, sem eru í sam­ræmi við ráðlegg­ing­ar og til­mæli Rík­is­end­ur­skoðunar og ábend­ing­ar sem fram komu í skýrslu McKins­ey. Fund­ur með sér­greina­lækn­um er ráðgerður í næstu viku.

Þótt efna­hag­ur þjóðar­inn­ar fari nú batn­andi erum við enn að vinna úr hrun­inu á marg­an hátt. Með því að setja fram vandaða heil­brigðis­stefnu, tryggja öfl­uga þjón­ustu op­in­berra sjúkra­húsa, efla göngu­deild­ir og treysta heilsu­gæsl­una um allt land, en líka með því að skýra samn­inga um kaup á heil­brigðisþjón­ustu sem ekki verður veitt af op­in­ber­um aðilum, þar sem mark­mið samn­ing­anna, gæðakröf­ur og ætlaður ár­ang­ur af þeim liggja ljós fyr­ir, nálg­umst við heild­stæðara kerfi og mark­viss­ari og betri þjón­ustu fyr­ir alla.

Kjöl­fest­an verður að vera traust og öfl­ugt heil­brigðis­kerfi okk­ar allra, sem við eig­um sjálf og þjóðin hef­ur kallað eft­ir.“

Svandís hefur þingflokk Vg að baki sér.

Kolbeinn Óttarsson Proppé segir í Fréttablaðinu: „Svandís er að bregðast skýrum vilja almennings og athugasemdum virtra aðila með því að stefna að kerfi þar sem heildarsýn ríkir. Ég styð hana í því þarfa verki.“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: