- Advertisement -

Fáir ráðherrar til svara

- skýrsla utanríkisráðherra verður rædd á Alþingi í dag.

Þingfundur hefst nú klukkan 10:30. Fyrsti dagskrárliður er óundirbúnar fyrirspurnir.

Svo ber til að aðeins fjórir ráðherrar sjá sér fært að mæta, þrír úr Viðreisn, Benedikt Jóhannesson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, það eru allir þrír ráðherrar Viðreisnar. Með þeim verður Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Guðlaugur Þór: Skýrsla hans um utanríkismál verður á dagskrá Alþingis í dag.

Þrýstum stöðugt á Japani og Kínverja

Síðar á þingfundinum verður skýrsla utanríkisráðherra á dagskrá. Það er mikið plagg.

Þar segir meðal annars í kaflanum um utanríkisviðskipti: „Íslenska hagkerfið er opið og hagvöxtur er drifinn áfram af útflutningi. Við eigum allt okkar undir fríverslun og aðgangi að mörkuðum nær og fjær. Við þrýstum stöðugt á japönsk stjórnvöld með gerð fríverslunarsamnings og á kínversk stjórnvöld um að afgreiðslu á umsóknum um heimild til innflutnings til Kína fyrir fleiri afurðir verði hraðað. Auk þess er reynt með öllum tiltækum ráðum að greiða fyrir viðskiptum við Rússland, og unnið er að fríverslun við Grænland og Færeyjar.“

Ísland og mannréttindi

„Virðing fyrir mannréttindum er ein af grunnstoðum utanríkisstefnunnar og eru íslensk stjórnvöld málsvarar mannréttinda á vettvangi fjölþjóðstofnana og gagnvart einstökum ríkjum. Sérstök áhersla hefur verið lögð á jafnrétti kynjanna og hefur umtalsverðri vinnu og fé verið varið til jafnréttisbaráttunnar á síðustu árum. Hvert tækifæri hefur verið nýtt til að halda á lofti jafnrétti kynjanna, réttindum hinsegin fólks og réttindum barna,“ segir einnig í skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.

Hér er hægt að lesa skýrsluna.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: