- Advertisement -

Færri vilja Sjálfstæðisflokk og fleiri vilja Vinstri græn

Gunnar Smári skrifar:

Ef þetta yrðu úrslit kosninga myndi borgarstjórn breytast þannig að Framsóknarmaður kæmi inn fyrir fulltrúa Flokks fólksins og einn maður færðist frá Sjálfstæðisflokki yfir á VG.

Í raun er þarna merkilega lítil sveifla frá kosningum. Það eina sem má fullyrða um, það sem er yfir skekkjumörkum, er að nú segjast færri ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en fleiri Vg. Fylgi annara flokka er innan skekkjumarka. Ef horft er til síðustu könnun Fréttablaðsins frá í ágúst síðastliðnum þá er sveiflan önnur. Samfylkingin sækir á en Vg, Viðreisn og einkum Píratar tapa. Það eina sem gerst hefur er að fylgi innan meirihlutaflokkanna hefur færst til.

Nema Sósíalistar, sem halda sínu.

Það er kannski skiljanlegt, þar sem fréttir af borgarmálum snúast mest um verk meirihlutans og forystufólks hans er í helstu embættum. Enginn fjölmiðill fylgist að neinu ráði með borgarmálum eða hefur sjálfstæða stefnu um hvernig það er gert; þeir láta sig hafa það að taka upp þráðinn í hvert sinn sem meirihlutinn sendir frá sér tilkynningu.

Flokkarnir í minnihlutanum eru því allir að gefa heldur eftir. Nema Sósíalistar, sem halda sínu. Framsókn, sem er utan borgarstjórnar, bætir eilitlu við sig í könnuninni en sú bæting er innan skekkjumarka.

En hvað er að marka þetta? Hafa kannanir á miðju kjörtímabili verið góður vegvísir um úrslit borgarstjórnarkosninga? Könnun sem gerð var níu mánuðum fyrir síðustu kosningar sýndi Sjálfstæðisflokk langstærsta flokka með 34% og VG næst stærst með 18%. Sjálfstæðisflokkurinn fékk reyndar 30% en VG bara 4%. Að baki þeirri sveiflu var náttúrlega óánægja kjósenda VG með ríkisstjórn Katrínar.

Viðburðir milli kannana og kosninga geta því breytt landslaginu, eins og ætíð er í pólitík (vika er langur tími í pólitík, og allt það) en þessar kannanir um fylgi flokka í borgarstjórn eru of stopular til að hægt sé að draga ályktanir um hvort þessi flokkurinn eða hinn sé of- eða vanmetinn í könnunum.

Þó má ganga út frá því að Píratar komi betur út úr könnunum en kosningum, það er að verða að lögmáli að þeir standi sig illa í kosningabaráttu; að því nær sem dregur alvöru kjördags, því færri vilja velja flokkinn. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er líka oftast ofmetið í könnunum um borgina. Einu sinni var hægt að segja að Framsókn stæði sig vel í kosningabaráttu, næði oftast að bjarga sér á loka metrunum, en það gerðist ekki í síðustu borgarstjórnarkosningum. Vg hefur gengið illa að fóta sig eftir R-listann, hluti af fylgi þeirra í borginni á landsvísu kýs Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningum. Það er of lítil saga á bak við Miðflokk, Flokk fólksins og Sósíalistaflokkinn í borginni til að mikið sé hægt að spá, nema kannski það að Sósíalistar voru eini flokkurinn sem bætti við sig að einhverju ráði síðustu vikurnar fyrir kosningar 2018.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: