Sjávarútvegur Fiskistofa segir að strandveiðitímabilinu sé að ljúka og að þetta sé sjötta strandveiðitímabilið frá því veiðarnar hófust árið 2009. „Alls veiddu strandveiðibátarnir 8.693 tonn. Mestur var aflinn á svæði A eða 2.885 tonn og svæði C var með 2.303 tonn. Svæði B var með 2.110 tonn og svæði D rak lestina með 1.395 tonn. Alls voru 649 bátar sem stunduðu veiðarnar í sumar. Þetta eru nokkru færri bátar en á vertíðinni í fyrra þegar 674 bátar stunduðu strandveiðar. Hins vegar voru strandveiðibátar flestir á einni vertíð árið 2012 eða 758. Það eru því 17% færri bátar sem stunduðu strandveiðar nú í sumar en fyrir tveimur árum.“
Sjá nánar hér.