- Advertisement -

Færri atvinnulausir en áður

Atvinnuástandið er því að batna, langt í frá að versna.

Gunnar Smári skrifar:

Atvinnulausir voru 2800 í desember. Til samanburðar voru 6100 atvinnulausir í desember 2017 og 5100 atvinnulausir í desember 2016. Samt halda fjölmiðlar áfram að básúna út áróður fyrirtækjaeigenda um að atvinnulífið sé að falla saman undan kröfum verkalýðsins um að launin dugi fyrir framfærslu. Eitt er að búa við ósvífnar áróðursmaskínur auðvaldsins, verra er að búa við fjölmiðla sem liggja kylliflatir fyrir ódýrum áróðri hinna ríku, þora ekki annað en bera hann út (ætíð gegn betri vitund).

Frá því í vor hefur árstíðarleiðrétt atvinnuleysi verið minna í ár en sömu mánuði í fyrra og munurinn hefur vaxið síðustu mánuði. Atvinnuástandið er því að batna, langt í frá að versna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: