Fréttir

Færeyingar veiddu 2.500 tonn

By Miðjan

July 14, 2014

Sjávarútvegur „Færeyskir línu- og krókabátar veiddu á fyrstu fimm mánuðum ársins tæp 2.495 tonn af botnfiski í íslenskri lögsögu. Þetta er nokkuð meiri afli miðað við árið í fyrra en á sama tíma á síðasta ári var botnfiskafli Færeyinga hér við land 1.947 tonn. Þorskaflinn er orðinn 695 tonn en á sama tíma í fyrra var hann 431 tonn. Þess má geta að heimildir færeyskra skipa  til þorskveiða innan íslenskrar lögsögu, eru 1.200 tonn líkt og undanfarin ár og hafa þau því nýtt tæp 58% aflaheimilda í tegundinni á yfirstandandi ári. Af öðrum tegundum má nefna að færeyskir bátar hafa veidd 502 tonn af ýsu og 661 tonn af löngu,“ svo segir Fiskistofa.

Færeysku bátar lönduðu mestum afla af Íslandsmiðum í apríl síðastliðin eða 1.338 tonn. Af þeim níu bátum sem lönduðu afla í af Íslandsmiðum í apríl landaði Klakkur mestum afla eða 280 tonnum. Næst kom Eivind með 232 tonn.

Enginn bátur var á veiðum í janúarmánuði og tveir voru á miðunum í febrúar en þeir lönduðu aflanum í mars. Þess má geta að 24 bátar eru með leyfi til línu- og handfæraveiða innan lögsögunnar á þessu ári líkt og undanfarin ár.