„Hlutafélagavæðing ríkisstofnana í kringum aldamótin var að hluta til gerð í því augnamiði að hafa réttindi af almennum starfsmönnum en færa kjör forstjóranna undir leyndarhjúp hlutafélagalaga,“ skrifar Ögmundur Jónasson, meðal annars, í Moggagrein í Mogga morgundagsins.
„Þann leyndarhjúp hafði kjararáð hins vegar sprengt opinn enda alltaf ætlunin með tilkomu kjararáðs að hafa allt uppi á borði. Það er skýringin á því að samtök launafólks voru ekki andvíg kjararáði nema þau vildu fækka fjölmennum hópum sem heyrðu undir það; hópum sem ætti einfaldlega að semja við í kjarasamningum.“
Svo er tillaga frá Ögmundi: „Ef forsetinn er með þrjár milljónir, þá á öryrkinn að fá eina. Eru menn til í þetta? Hvað segja stjórnir SA og viðskiptaráðs? Við þyrftum náttúrlega að líta ofan í budduna hjá þeim líka.“