Mannlíf

Færði honum moðvolgt flot

By Ritstjórn

January 03, 2021

Sveinseyrarpóstur Sigurðar G. Tómassonar:

Einu sinni á vinnukonutíð sinni varð amma mín vitni að því að smalinn á bænum kom heim, lúinn og svangur. Húsfreyja sem var naum og nísk færði honum moðvolgt flot og ekki annað matarkyns. Amma fann að þessu við konuna. Svarið hefur alla tíð síðan verið notað um lélegan mat í þessari fjölskyldu:

Ég hélt það væri groms í því!

Það er ansi dimmt í skóginum þegar snjórinn er farinn. 7 stiga hiti í morgun, súldarvottur og hægur sunnan blær.

Sumarið 1971 vorum við í Krepputungu. Samskiptin við um heiminn fóru fram um talstöð. Ragnar 6926 og Ragnar 25985 töluðu stundum við Þórð 191, sem Bragi á Grímsstöðum átti. En eini talstöðvarbíllinn var Unnur 574 sem var við Snæfell. Veit ekki hvað varð um þann bíl.