- Advertisement -

Fær 250 þúsund krónur útborgaðar – borgar 240 þúsund krónur í leigu

Öskra af reiði yfir arðráninu, kvenhatrinu, níðingsskapnum.

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði:

Í dag heimsótti ég einn af leikskólum Reykjavíkurborgar. Frábær fundur með frábærum félagsmönnum Eflingar.

Ein af konunum á fundinum sagði frá því að hafa meira og minna starfað á leikskóla í borginni síðan að hún var 17 ára. Hún er núna 45 ára. Hún hefur heilsu sinnar vegna minnkað við sig vinnu og vinnur í 7 tíma á dag. Hún fær fyrir það rúmlega 250.000 krónur inn á reikninginn sinn, eftir að hafa staðið skil á sköttum og gjöldum. Hún er í leiguhúsnæði og borgar fyrir það 240.000 á mánuði.

Ég veit að sumum finnst ég eins og gömul plata en mér er alveg sama. Í hvert einasta skipti sem ég heyri af svona efnahagslegum glæp langar mig að öskra. Öskra af reiði yfir arðráninu, kvenhatrinu, níðingsskapnum.

Á sama tíma og þetta eru lífsskilyrðin og kjörin sem þeim sem gæta barna samfélagsins er boðið upp á er borgarstjóri með rétt tæpar 2 milljónir á mánuði í laun. Karlinn sem trónir á toppi valdapýramídans í borginni fær risastóra summu af peningum um hver einustu mánaðamót á meðan að konan í skemmtilegustu borg í heimi, höfuðborg kvennaparadísarinnar á 10.000 krónur eftir þegar að hún er búin að borga leiguna á leigumarkaðnum sem var afhentur flottu peningastrákunum okkar. Hvernig getur nokkur manneskja reynt að telja sjálfri sér trú um að þetta sé eðlilegt eða þolanlegt ástand?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: