- Advertisement -

Fældur frá RÚV, nú fréttastjóri K100

Auðunn Georg Ólafsson hefur verið ráðinn fréttastjóri útvarpsstöðvarinnar K100, sem Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins á og rekur.

Auðunn Georg var fyrir rúmum áratug ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins, en ráðningin féll í mjög grýttan jarðveg. Auðunn Georg tók í raun aldrei til starfa.

Í Morgunblaðinu segir að ndirbúningur útvarpsfrétta á K100 sé hafin. Fréttaútsendingar hefjast að því er sagt er eftir fáar vikur.

„Ég hlakka til að takast á við þetta spennandi verkefni og starfa með því mikla hæfileikafólki sem fyrir er á ritstjórn Morgunblaðsins og mbl.is,“ segir Auðun í samtali við Morgunblaðið.


Auglýsing