- Advertisement -

Fækkar í krónupartýi Bjarna

„Ekki frekar en honum hentar að tala um vexti eða vaxtakjör íslenska ríkisins sem eru margfalt hærri en hjá Grikklandi.“

Þorbjörg Siguríður Gunnlaugsdóttir.

Bjarni Benediktsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skiptast á skotum í skoðanadálki Vísis. Þorbjörg sendir Bjarna þetta skot:

„Fjármálaráðherra segir að mig skorti trú á getu Íslendinga til að reka hér sjálfstæða peningastefnu. Hér þarf fjármálaráðherra kannski að viðurkenna fyrir sjálfum sér að stór hluti hagkerfisins hefur yfirgefið þetta sjálfstæða partý sem hann veislustýrir. Um 250 fyrirtæki gera upp í öðrum gjaldmiðlum. Stærsti hluti útflutningsgreina okkar gerir upp í erlendum gjaldmiðlum. Sjálfstæð peningastefna fjármálaráðherra nær til innan helmings af hagkerfinu. Það eru allir farnir úr partýinu nema þeir sem eru örvinglaðir af striti við að halda uppi þessum litla en sjálfstæða gjaldmiðli. Þau sem hafa ekki val um annað,“ skrifar Þorbjörg og svo þetta:

„Eftir í krónuhagkerfinu er fólkið sem er að reyna að eignast húsnæði og litlu og meðalstóru fyrirtækin sem borga háa vexti svo að fjármálaráðherra geti talað um sjálfstæðu peningastefnuna sína. Í því samhengi er vert að benda á að nýlegar tölur benda til að gjaldþrotum fjölgi og fólki á vanskilaskrá einnig, ólíkt því sem fjármálaráðherra segir. En honum hentar víst ekki að tala um það. Ekki frekar en honum hentar að tala um vexti eða vaxtakjör íslenska ríkisins sem eru margfalt hærri en hjá Grikklandi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: