- Advertisement -

Facebook ritskoðar Sósíalistaflokkinn

„Í tilefni af fréttum af harðari ritskoðun twitter og Facebook er hér þáttur sem streymt var á Facebook í vor. Hann fór í mikla dreifingu, eftir nokkra klukkustundir höfðu yfir fimm hundruð manns dreift honum, þúsundir lækað og margir tjáð sig um efni hans víða þar sem hann birtist. Þá hvarf pósturinn með þættinum og hefur ekki sést síðan og þar með þessi tenging öll. Þegar þættinum var póstað aftur með link inn á youtube fór hann víða, en náði ekki því flugi sem fyrri dreifing var á,“ skrifar Gunnar Smári, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Ísands.

Ég get sagt frá fleiri svona dæmum þar sem Facebook skiptir sér af dreifingu efnis frá Samstöðinni eða Sósíalistum. Stundum höfum við viljað bústa pósta, kannski bara til að hvetja fólk til að læka síðu flokksins eða dreifa skráningarsíðunni svo fólk geti gerst félagar. En þótt Facebook sé full af áróðursefni frá öðrum flokkum, Sjálfstæðis, Miðflokk og Viðreisn, VG og Samfylkingu, þá neitar Facebook að heimila Sósíalistum að dreifa einföldum hvatningum til stjórnmálaþátttöku.

Mér er því gersamlega ómögulegt að taka þátt í fagnaðarlátum hinnar svokölluðu frjálslyndu miðju um aukna ritskoðun hjá þessum einokunar- og fákeppnisfyrirtækjum samskiptamiðlanna. Og ég reikna með því að þegar líða fer að kosningum í haust verði æ erfiðara fyrir Sósíalista að nota þessa miðla, þeir munu reyna hvað þeir geta til að berja niður alla gagnrýni og aðeins dreifa því sem er fögnuður yfir óbreyttu ástandi, áframhaldandi kúgun auðvalds og elítu. Þau sem fagna því að hagnaðardrifin stórfyrirtæki séu með ritskoðunarvald, fyrirtæki með yfirlýst markmið um að breyta samfélaginu og sannfæringu um að það sé þeirra að marka framtíðina, eru ekki alveg vel tengd, minna mig á sauði sem ganga sjálfviljugir til slátrunar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: