- Advertisement -

Fá fjóra daga til að svara kröfu um stórhækkaða húsaleigu

Þau hafa fjóra daga til að svara.

„Nú er Almenna leigufélagið/Gamma/Kvika byrjað að senda sína árlegu hugvekju til viðskiptavina sinna eins og þeir gerðu fyrir 12 mánuðum, 24 mánuðum og 36 mánuðum síðan,“ skrifar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

„Í þetta skipti fékk ég sent afrit af tölvupóstsamskiptum þar sem þeir bjóða „nýjan“ leigusamning sem hækkar um 20 þúsund krónur á mánuði umfram verðbætur á milli ára. Það er ljóst að krafan um 42.000 kr. Launahækkun mun varla duga til að standa undir þessum eina kostnaðarlið hjá þessari fjölskyldu.“

Hver er fresturinn sem fólkið fær?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Fjölskyldan hefur 4 daga til að svara.“

Og ef þau sættast ekki á hækkunina?

„Hinn valkosturinn er gatan.“

 Næst spyr Ragnar: „Eru það það kröfur verkalýðshreyfingarinnar sem eru svona sturlaðar eða samfélagið sem við búum í?“

Hvað er til ráða?

„Enn og aftur hvet ég alla þá sem eru á leigumarkaði til að senda okkur afrit af tölvupóstsamskiptum sínum við leigusala sem eru að hækka húsaleigu langt umfram það sem eðlilegt er. Vinsamlega sendið á vr@vr.is fullum trúnaði heitið. Við munum ekki taka þessu ofbeldi þegjandi og hljóðalaust.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: