Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, og aðrir borgarráðsfulltrúar flokksins, senda formanni sínum skot með bókun í borgarráði. Bjarni, sem er og hefur verið, valdamesti maður landsins, einna helst þegar kemur að útdeilingu peninga fær þessa sneið frá flokkssystkinum sínum:
„Á höfuðborgarsvæðinu búa um 2/3 Íslendinga en svæðið hefur fengið lítið brot af heildarfjármagni til vegagerðar. Eingöngu 14% fjármagnsins síðustu 3 ár hefur skilað sér á höfuðborgarsvæðið. Svipaða sögu er að segja um gildandi samgönguáætlun til næsta fimm ára þar sem höfuðborgarsvæðið er með eingöngu 22% af samþykktu fjárframlagi.“
Varðandi samkomulag um bættar samgöngur í Reykjavík og nágrenni segja Eyþór og félagar: „Varast þarf að íbúar suðvestur hornsins sitji uppi með tvöfalda gjaldtöku. Mikilvægt er að gjaldtaka ríkisins í samgöngumálum sé þannig að gætt sé jafnræðis milli íbúa landsins líkt og á öðrum sviðum.“