Eyþór Arnalds var í viðtali í Dagmálum Moggans. Mogginn birti frétt af samtalinu. Þar var talað um vandræði Reykjavíkurborgar og borgarlínuna fyrorhuguðu.
„Vandræði Reykjavíkurborgar komu einnig til umræðu, meðal annars út frá borgarlínunni, sem fjármálaráðherra sagði nýverið að hefði ekki fjárhagslegan grundvöll lengur. Eyþór segir að það hafi verið ljóst fyrir nokkru, kostnaðurinn hafi blásið út. Sumir segi að hann sé stjarnfræðilegur, en Eyþór segir hann ennþá meiri og bendir á að Indverjar hafi nýverið skotið geimfari með jeppa á suðurskaut tunglsins, en kostnaðurinn við það hafi ekki verið 200 milljarðar króna eða meira, heldur jafnvirði 10 milljarða!“
Furðulegur samanburður þetta. Víst er að fólk er litlu nær. Tunglferð með jeppa eða gagngerðar breytingar á umferð á öllu höfuðborgarsvæðinu.
Eyþór talaði líka um ríkisstjórnina og ósættið á því heimili:
„Ríkisstjórnarflokkunum hefur mistekist að finna samnefnara til þess að binda ríkisstjórnarsamstarfið saman að nýju eftir heitt pólitískt sumar. Þess í stað leggja flokkarnir áherslu á þau mál sem mestur ágreiningur er um, sem varla gefur góða von um framhaldið.“