Eyþór Arnalds hefur tilkynnt að hann sé hættur við framboð. Segist vera afhuga framboði. Samt eru aðeins fáir dagar síðan hann var harðákveðinn í að berjast fyrir sæti sínu.
Eyþór stígur þar með samskonar skref og Páll Magnússon gerði fyrir þingkosningarnar.
Hildur Björnsdóttir er því, enn sem komið er, eini frambjóðandinn í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur á ekki stuðning gamla íhaldsins í borginni. Þar á bæ eru menn sem vildu helst af öllu reka hana úr flokknum sökum stuðnings hennar við samgöngustefnu meirihlutans.
Eldri flokksmenn munu nú leita að frambjóðanda gegn Hildi.