- Advertisement -

Eygló fékk ekki stuðning Guðfinnu

Stjórnmál Meirihluti borgarstjórnar styður þá stefnu sem fram kemur í fyrirliggjandi húsnæðisfrumvörpum um upptöku húsnæðisbóta og uppbyggingu almennra íbúða sem byggðar verði upp með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga.Þetta var samþykkt á síðasta fundi borgarráðs.

Ráðhús ReykjavíkurMinnihlutinn greiddi þessu ekki atkvæði, sat hjá. Þar á meðal á meðal Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins í borgarráði.

Í tillögunni segir: „Frumvörpin eru í samræmi við stefnu borgarinnar um fjölbreyttari og öruggari húsnæðismarkað, jafnræði milli þeirra sem leigja og eiga og með réttri framkvæmd geta þau stutt við metnaðarfulla uppbyggingaráætlun borgarinnar á leigu- og búseturéttaríbúðum. Þá getur stefnan sem í frumvörpunum felst orðið mikilvægur þáttur í að tryggja að húsnæðiskostnaður verði viðráðanlegur fyrir alla tekjuhópa. Þar ætti þó að skoða vandlega að lækka mætti leigu í almennum íbúðum með því að lengja endurgreiðslutíma lána þeirra, en hægja frekar á uppbyggingu húsnæðismálasjóðs eftir fjörtíu ár. Borgarráð áréttar jafnframt ábendingar og umsagnir fjármálaskrifstofu, velferðarsviðs borgarinnar og Félagsbústaða sem fela í sér mikilvægar ábendingar sem taka þarf mið af til að markmið frumvarpanna náist.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: