Eyðslukapphlaup ríkisstjórnarflokkanna
„Titringur er kominn upp innan ríkisstjórnarflokkanna um hver komi fyrstur með útgjaldaaukningu og gangi lengst í eyðslu. Sumar tillögurnar virðast vera undir sterkari áhrifum af því að kosningar til Alþingis verða á næsta ári en að þær séu nauðsynlegar og arðbærar fjárfestingar til lengri tíma litið.“
Þannig skrifar Benedikt Jóhannesson, fyrrum fjármálaráðherra í Moggagrein í dag. Benedikt þykir sem ráðherrarnir séu full gamaldags.
„Uppbygging til framtíðar byggist ekki á því að búa til störf heldur að skapa verðmæti. Það verður best gert með því að fjárfesta í hugviti. Ríkið getur sparað til framtíðar með því að smíða ný forrit fyrir sjúkrahús, skólakerfið, samskipti almennings við ríkið og svo mætti lengi telja. Nýsköpun á þessum sviðum og fjölmörgum öðrum er nauðsynleg til þess að efla samkeppnishæfni þjóðarinnar og skapa betra líf til framtíðar.“