Stjórnsýsla Aðalaheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs vekur meðal annars athygli á tveimur staðreyndum, að hún segir í grein í Fréttablaðinu í dag. Tilefnið er útboð á þjónustu í Leifsstöð. „Ég vil vekja athygli á tveimur öðrum staðreyndum sem koma fram í úrskurðinum. Isavia neitaði ekki eingöngu Kaffitári um aðgang að stigagjöf annarra þátttakenda, heldur neitaði hún einnig úrskurðarnefndinni um þessi gögn, þrátt fyrir tilmæli um að þau yrðu aðeins afhent nefndinni í trúnaði.“
Aðalheiður segir í greininni að beiðni um aðgang að gögnum sem útskýra einkunnagjöf og val á fyrirtækjum var svarað með því að engin slík gögn væru til í skjalavörslu fyrirtækisins. „Á mannamáli þýðir þetta að engar fundargerðir, engin vinnuskjöl eða minnisblöð, engin greinargerð eða glærukynning er til hjá fyrirtækinu sem útskýrir hvers vegna valnefnd lagði til við stjórn Isavia að gengið yrði til samninga við tiltekin fyrirtæki og stjórn Isavia finnst boðleg vinnubrögð að hafa engin skrifleg gögn til að styðjast við þegar tekin var ákvörðun um ráðstöfun gæða sem teljast til opinberra hagsmuna.
Með hliðsjón af öllu þessu ákvarðaði úrskurðarnefnd upplýsingamála að Isavia skyldi afhenda Kaffitári einkunnablöð og öll tilboð og fylgiskjöl fyrirtækja sem tóku þátt í samkeppninni í þeim flokki sem um ræðir, en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að skylda Isavia til að afhenda gögn sem ekki eru til eða hefur verið eytt. Slíkt heyrir undir aðrar eftirlitsstofnanir ríkisins og kallar í raun á stjórnsýsluúttekt á starfsháttum fyrirtækisins.“