Stjórnmál

Evrópusinnum var vísað á dyr

By Miðjan

December 05, 2024

Vilhjálmur Egilsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist sakna Sjálfstæðisflokksins sem var. Hann segir að árinu 2013 hafi verið tekin meðvituð ákvörðun um að vísa þeim félögum í flokknum sem aðhylltust Evrópusambandið á dyr. Og úr varð Viðreisn.

Hann segist sakna Sjálfstæðisflokksins sem var. Og um leið að það hafi verið misráðið að leita ekki leiða til að halda flokknum saman. Þetta kom fram í umræðu við Rauða borðið á Samstöðinni í gærkvöld.

Í nýafstöðnum kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 19,4 prósent. Viðreisn er skammt undan með 15,8 prósent. Takist flokkunum þremur sem nú reyna að mynda ríkisstjórn kemst Viðreisn til valda á meðan Sjálfstæðisflokksins bíður að verða í áhrifalítill í stjórnarandstöðu. Hversu lengi er með öllu óvíst.