- Advertisement -

Evrópusinnum var vísað á dyr

Vilhjálmur Egilsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist sakna Sjálfstæðisflokksins sem var. Hann segir að árinu 2013 hafi verið tekin meðvituð ákvörðun um að vísa þeim félögum í flokknum sem aðhylltust Evrópusambandið á dyr. Og úr varð Viðreisn.

Hann segist sakna Sjálfstæðisflokksins sem var. Og um leið að það hafi verið misráðið að leita ekki leiða til að halda flokknum saman. Þetta kom fram í umræðu við Rauða borðið á Samstöðinni í gærkvöld.

Í nýafstöðnum kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 19,4 prósent. Viðreisn er skammt undan með 15,8 prósent. Takist flokkunum þremur sem nú reyna að mynda ríkisstjórn kemst Viðreisn til valda á meðan Sjálfstæðisflokksins bíður að verða í áhrifalítill í stjórnarandstöðu. Hversu lengi er með öllu óvíst.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: