Hanna Katrín Friðriksson skrifar:
„Mér skilst að fram undan sé einhver fundur hjá Sjálfstæðisflokknum þar sem vænta má uppgjörs af einhverju tagi ef marka má umfjöllun fjölmiðla. Undanfarið hefur gengið maður undir manns hönd af innvígðum og innmúruðum í flokknum með greinarskrif í málgagnið til að sverja fyrir slíkt innanhússuppgjör. Það er gott og vel, og mikið má mér standa á sama. Þessar greinar eiga það hins vegar flestar sammerkt að vera með venju fremur súrar yfirlýsingar í garð okkar í Viðreisn. Það tók hins vegar steininn úr þegar fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sturla Böðvarsson stakk niður penna um liðna helgi. Greininni (upplýsandi og innihaldsríkri um orkupakka þrjú, en ekki hvað) kaus hann að ljúka með þessum yfirveguðu orðum: „Höfnum ruglinu í Viðreisnarliðinu sem sveik okkur sjálfstæðismenn. Þau reyna sjáanlega að halda þeirri iðju áfram á leið sinni til Brussel.“
Ég er einn stofnenda Viðreisnar og þingmaður flokksins frá upphafi. Ég hef engan svikið á þeirri góðu vegferð, allra síst sjálfstæðismenn. Étt‘ann sjálfur Sturla Böðvarsson.“
Fengið af Facebooksíðu Hönnu Katrínar.