Fréttir

Éttan sjálfur minn kæri

By Miðjan

May 02, 2020

„Afurðastöðvar hafa lent í vandræðum með sölu á steikum vegna hruns í ferðaþjónustunni og lokunar veitingastaða vegna kórónuveirunnar,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska og formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, við Moggann.

Og hvert er vandamálið?  „Aðallega snýr það að betri nautasteikum en einnig að einhverju leyti að svínasteikum. Aukning í sölu til verslana kemur ekki fyllilega í staðinn vegna þess að þangað fara að hluta til aðrar afurðir.“

Einmitt. Íslendingum hafa, samkvæmt þessu, ekki staðið  til boða bestu bitarnir. Því sitja gæjarnir uppi með úrvalskjötbitana.