Erum pakksödd af óstöðugleika
Guðmundur Gunnarsson skrifar: Okkar elskulegi forsætisráðherra sagði á alþingi í dag að upptaka annars gjaldmiðils væri engin „töfralausn“.
Það eru dæmigerð viðbrögð. Það er hins vegar enginn að fara fram á töfralausn.
Bara lausn sem blasir við og myndi snarbæta lífskjör allrar alþýðu, miklu meira en launahækkanir með átökum, og koma á langþráðum stöðugleika í rekstrarumhverfi fyrirtækja.
Stórfyrirtækin eru enda löngu flúin frá krónunni og gera upp í erlendri mynt. Það er ekki nema sanngjarnt og sjálfsagt að heimilin fái að gera það líka.
Þau eru fyrir löngu orðin pakksödd af hinu daglega brauði óstöðugleika og ónýtrar myntar.
Skrifin birtust á Facebooksíðu Guðmundar. Fyrirsögnin er Miðjunnar.