Fréttir

Erum mun lengur að vinna fyrir nauðþurftum en Norðmenn

By Miðjan

August 18, 2014

Neytendur „Við hjónin vorum á ferð í Noregi í síðasta mánuði… Við fórum í smá verslunarleiðangur, bæði í fataverslanir og í matvöruverslun. Það sem kom okkur óþægilega á óvart var verðlagið en á fötum var verðið töluvert lægra í krónum talið en hér heima, aftur á móti var verð á matvöru mjög svipað og á Íslandi. Þegar kom að raftækjum var munurinn enn meiri þ.e. mun ódýrara í Noregi en á Íslandi,“ segir Þorsteinn V. Jónsson á bloggsíðu sinni.

Þar bar hann saman verð og laun okkar og Norðmanna, það er hversu margar mínútur Íslendingur er að vinna fyrir hinum ýmsu hlutum og svo hversu langan tíma það tekur Norðmanninn.

Sjá nánar hér.