- Advertisement -

Erum ekki fasistar, nasistar og ekki rasistar

Það er ómannúðlegt, herra forseti.

„Ég og félagar mínir neitum því að vera kallaðir „asistar“, alveg sama hvort það er f eða n eða r fyrir framan. Við höfnum því algjörlega. Við erum ekkert af því, ekki neitt. En það sem við erum fyrst og fremst að hugsa er að draga úr þessum mjög hækkandi kostnaði sem hér hefur vaxið gífurlega undanfarin ár og um leið að gæta að mannúðarsjónarmiðum, að þeir sem eru í þessari erfiðu stöðu fái svör við fyrirspurnum sínum og beiðnum eins fljótt og verða má,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki á Alþingi.

„Nú höfum við Miðflokksfólk aldrei talað öðruvísi en svo að við Íslendingar eigum að taka á móti fólki sem býr við erfiðleika og við höfum aldrei talað öðruvísi en svo að við eigum að standa við þær skuldbindingar sem við höfum skrifað undir samkvæmt alþjóðasamningum. En hin hliðin á þessum peningi er sú, sem kom einmitt mjög vel fram í ræðu hv. þm. Söru Elísu Þórðardóttur hér rétt áðan, að það er ómannúðlegt að láta fólk bíða hér á Íslandi, óvíst um framtíð sína og stöðu sína, svo mánuðum og árum skiptir. Það er ómannúðlegt. Og það er ómannúðlegt, sem hefur komið upp og verið afstýrt í nokkrum tilfellum, þegar fólk er búið að vera hér árum saman og hefur eignast hér börn sem hafa fest rætur að ætla að rífa þetta fólk upp og börnin þar með og senda til baka eitthvert annað. Það er ómannúðlegt, herra forseti.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: