- Advertisement -

Erum eins og bilaður grammófónn á hraðsnúningi

„Þetta er orðið stórfurðulegt mál. Það er eins og við séum hérna eins og bilaður grammófónn á hraðsnúningi, að biðja um einföld gögn. Hvað er að í þessu kerfi? Ég spyr: Er ráðherravaldið orðið algjört? Ég get ekki ímyndað mér hvað þetta er,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson á Alþingi á fimmtudag.

Ástæðan var tregða eða undanbrögð Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afhenta Alþingi umbeðin gögn.

„Er verið að fela eitthvað stórkostlegt í þessum gögnum eða er hreinlega verið að koma í veg fyrir að viðkomandi nefnd geti unnið sín störf? Það hlýtur að vera grafalvarlegt. Það hlýtur að vera kominn tími á það hjá hæstv. forseta að taka á þessu máli og sjá til þess að ráðherravaldið geti ekki með einhliða ákvörðun ákveðið að nefndin fái ekki þau gögn sem hún þarf á að halda,“ sagði Guðmundur Ingi.

Áður hafði Þórdís Sunnar Ævarsdóttir stigið í ræðustól:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Alþingi:

Ég vil spyrja hæstvirtan forseta: Hefur hann virkilega ekkert gert til að fá dómsmálaráðherra til að hætta að standa í vegi fyrir því að Alþingi fái þær umsagnir frá Útlendingastofnun sem því ber að fá?

„Ég var að koma af opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með hæstv. dómsmálaráðherra þar sem kom skýrt fram að hæstvirtur dómsmálaráðherra ætlar ekki, þrátt fyrir skýra lagaskyldu þar um, að beina því til Útlendingastofnunar að afhenda þær umsagnir og þau gögn sem allsherjar- og menntamálanefnd þarf til að vinna umsóknir um ríkisborgararétt. Það er alveg á hreinu að hæstv. dómsmálaráðherra lítur á það sem einhvers konar undantekningu að Alþingi hafi samkvæmt stjórnarskrá og samkvæmt lögum rétt til að veita ríkisborgararétt með lögum og þvælir hér fram og til baka stjórnsýsluákvörðunum og síðan undirbúningi lagasetningar frá Alþingi. Það kom einnig fram, og þetta er spurning mín til hæstvirts forseta sem hann svaraði ekki í gær þegar ég fór í fundarstjórn út af þessu máli, að ráðherrann hefði rætt við hæstvirtan forseta um þetta mál á þingflokksfundum en hafði í raun lítið annað um það að segja. Ég vil spyrja hæstvirtan forseta: Hefur hann virkilega ekkert gert til að fá dómsmálaráðherra til að hætta að standa í vegi fyrir því að Alþingi fái þær umsagnir frá Útlendingastofnun sem því ber að fá? Hver hafa samskipti forseta við dómsmálaráðherra verið?“

Birgir Ármannsson þingforseti svaraði Sunnu: „Forseti vill upplýsa að hann hefur átt einhver samtöl við ýmsa aðila um þetta tiltekna mál og mun halda áfram að reyna að finna praktíska lausn á þessu máli sem upp hefur komið.“

Mun fleiri þingmenn tóku til máls. Allt bendir til að framhald verði á þvermóðsku Jóns dómsmálaráðherra.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: