Stjórnmál

Eru Vinstri græn óþolandi?

By Miðjan

September 20, 2024

Svo gerðist það á mánu­dags­morg­un, að loks átti að láta verða af brott­flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar, enda renn­ur frest­ur spænskra stjórn­valda til viðtöku út á morg­un. Leiðari Moggans.

Stjórnmál „Svo gerðist það á mánu­dags­morg­un, að loks átti að láta verða af brott­flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar, enda renn­ur frest­ur spænskra stjórn­valda til viðtöku út á morg­un. Hún beið þess að stíga um borð í flug­vél suður í Leifs­stöð, þegar Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son fé­lags­málaráðherra krafðist þess að för­inni yrði frestað, svo ræða mætti málið á rík­is­stjórn­ar­fundi á þriðju­dag. Und­ir bjó hót­un um stjórn­arslit,“ segir í leiðara Moggans í dag.

„Orðið var við kröf­unni, þó ljós­lega gæti rík­is­stjórn­in engu breytt eða knúið dóms­málaráðherra til þess. Til hvers var þá beðið um frest­un og fund? Jú, bein­lín­is til þess að ónýta brott­för­ina og koma í veg fyr­ir að spænsk stjórn­völd veittu fjöl­skyld­unni viðtöku. Við svo búið þarf Útlend­inga­stofn­un að taka hæl­is­beiðni henn­ar til efn­is­legr­ar meðferðar,“ segir einnig í leiðara Moggans.

„Ráðherr­ar Vinstri grænna höfðu það með öðrum orðum fram, með klækj­um og kúg­un­ar­til­b­urðum við rík­is­stjórn­ar­borðið, að lög­mæt stjórn­valdsákvörðun náði ekki fram að ganga. Og ráðherr­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins létu sig hafa það að koma út af rík­is­stjórn­ar­fundi og segja að ákvörðunin stæði, vit­andi full­vel að henni yrði ekki fram­fylgt.

Við blas­ir að inn­an stjórn­ar­inn­ar er ekki sá trúnaður, hvað þá heil­indi, sem líf­væn­legri rík­is­stjórn eru nauðsyn­leg. Hitt er verra, að stjórn­sýsla lands­ins er kom­in í upp­nám þegar geðþótti eins stjórn­ar­flokks­ins get­ur af­stýrt fram­kvæmd stjórn­valdsákv­arðana sem eru á lög­um reist­ar og eru ekki einu sinni á hans ábyrgð. Það er óþolandi.“

Svona er það. Leiðarinn sýnir glöggt hversu Sjálfstæðisflokki er misboðið. Ekki er víst að VG eigi meira inni. Trúlega þurfa að vera stillt og prúð.