- Advertisement -

Eru Vinstri græn óþolandi?

Svo gerðist það á mánu­dags­morg­un, að loks átti að láta verða af brott­flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar, enda renn­ur frest­ur spænskra stjórn­valda til viðtöku út á morg­un.

Leiðari Moggans.

Stjórnmál „Svo gerðist það á mánu­dags­morg­un, að loks átti að láta verða af brott­flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar, enda renn­ur frest­ur spænskra stjórn­valda til viðtöku út á morg­un. Hún beið þess að stíga um borð í flug­vél suður í Leifs­stöð, þegar Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son fé­lags­málaráðherra krafðist þess að för­inni yrði frestað, svo ræða mætti málið á rík­is­stjórn­ar­fundi á þriðju­dag. Und­ir bjó hót­un um stjórn­arslit,“ segir í leiðara Moggans í dag.

„Orðið var við kröf­unni, þó ljós­lega gæti rík­is­stjórn­in engu breytt eða knúið dóms­málaráðherra til þess. Til hvers var þá beðið um frest­un og fund? Jú, bein­lín­is til þess að ónýta brott­för­ina og koma í veg fyr­ir að spænsk stjórn­völd veittu fjöl­skyld­unni viðtöku. Við svo búið þarf Útlend­inga­stofn­un að taka hæl­is­beiðni henn­ar til efn­is­legr­ar meðferðar,“ segir einnig í leiðara Moggans.

„Ráðherr­ar Vinstri grænna höfðu það með öðrum orðum fram, með klækj­um og kúg­un­ar­til­b­urðum við rík­is­stjórn­ar­borðið, að lög­mæt stjórn­valdsákvörðun náði ekki fram að ganga. Og ráðherr­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins létu sig hafa það að koma út af rík­is­stjórn­ar­fundi og segja að ákvörðunin stæði, vit­andi full­vel að henni yrði ekki fram­fylgt.

Við blas­ir að inn­an stjórn­ar­inn­ar er ekki sá trúnaður, hvað þá heil­indi, sem líf­væn­legri rík­is­stjórn eru nauðsyn­leg. Hitt er verra, að stjórn­sýsla lands­ins er kom­in í upp­nám þegar geðþótti eins stjórn­ar­flokks­ins get­ur af­stýrt fram­kvæmd stjórn­valdsákv­arðana sem eru á lög­um reist­ar og eru ekki einu sinni á hans ábyrgð. Það er óþolandi.“

Svona er það. Leiðarinn sýnir glöggt hversu Sjálfstæðisflokki er misboðið. Ekki er víst að VG eigi meira inni. Trúlega þurfa að vera stillt og prúð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: