- Advertisement -

Eru Vinstri græn hin nýja Framsókn?

„Er VG að ná fyrri stöðu Framsóknar?“ Þannig skrifar Styrmir Gunnarsson.

„Sú var tíðin, að Framsóknarflokkurinn gat oft ráðið því hvort í landinu var hægri stjórn eða vinstri stjórn. Eftir nokkurra ára samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn valdi Framsóknarflokkurinn þann kost að velja vinstri stjórn eftir þingkosningarnar 1956. Það stjórnartímabil leiddi til samstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í þrjú kjörtímabil. Svo kom aftur vinstri stjórn 1971 undir forystu Framsóknarflokksins en í kjölfar hennar samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og svo mætti lengi telja,“ skrifar Styrmir.

„Með samstarfi núverandi stjórnarflokka var brotið blað, þegar VG gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokk (og Framsókn). Þegar horft er til þingkosninga að ári er ekki ólíklegt að stóra spurningin verði sú, hvort það samstarf haldi áfram eða hvort andstaða við slíkt innan VG verði svo mikil að sá flokkur horfi á ný til vinstra samstarfs í ríkisstjórn,“ skrifar Styrmir og bætir við: „Það fer að sjálfsögðu eftir úrslitum kosninganna en ekki ólíklegt að það verði val VG, hvort mynduð verði stjórn til hægri eða vinstri. Það er sú staða, sem Framsókn hafði áður.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: