- Advertisement -

Eru Vinstri græn eða eru þau grá?

Ívar Valgarðsson, teiknari Morgunblaðsins, bendir á asnalega stöðu umhverfisráðherrans í blaðinu í dag. Góð teikning.

Sigurjón Magnús Egilsson, skrifar.

Staða Vinstri grænna hefur breyst. Flokkurinn nánast kallar á annan og nýjan flokk sem setur umhverfið í forsæti. Ekki bara á tyllidögum. Heldur alltaf.

Ungt fólk hefur meiri og einlægari áhuga á umhverfismálum en þau sem eldri eru. Yngra fólk mun ekki láta sér duga Vinstri græn. Alls ekki. Enda er flokknum ekki treystandi.

Nýjasta sönnun þess er framganga umhverfisráðherrans, Guðmundar Inga Guðbrandssonar. Hann var sóttur til Landverndar. Þar hafði hann fastar og ákveðnar skoðanir. Og tjáði sig.

Eftir að hann varð umhverfisráðherra hefur margt breyst. Hann hefur lært að stökkva undan á flótta. Og fara í felur.

Finnafjörður er skýrt dæmi um hvernig umhverfisráðherrann hefur umpólast. Áður lá hann ekki á skoðunum sínum. Nú felur hann sig.

Sem betur fer má ætla að yngra fólk hafi minni þolinmæði fyrir þannig fólki en þau eldri.

Vinstri græn virðast sættast á að verða Vinstri grá. Þá má spyrja hefur flokkurinn nokkurt tilkall til að teljast vera vinstri flokkur?

Innan skamms mun yngra fólk, sem hefur einlægan áhuga á að gera betur í umhverfismálum, stofna flokk og ná málaflokknum frá VG.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: