Sem svo oft áður á Styrmir Gunnarsson bestu grein í Mogganum. Þessi helgina kemur hann nokkuð víða við. Í lok greinar sinnar spyr hann og svarar vel og skilmerkilega:
„Er hugsanlegt að Vinstri græn séu ekki sá flokkur, sem þau hafa litið út fyrir að vera, vegna uppruna síns úr Alþýðubandalaginu?
Málflutningur ráðherra og þingmanna VG bendir til þess að eitthvað kunni að vera til í slíkum tilgátum. Að Vinstri græn séu í raun algerlega sambandslaus við verkalýðshreyfinguna og þess vegna nánast ónæm fyrir því samfélagslega umróti, sem verið hefur á þeim vettvangi og mun birtast með einhverjum hætti á næstu vikum og mánuðum.
Getur verið að Vinstri græn hafi misst jafn rækilega tengslin við rætur sínar eins og Samfylkingin hefur gert?
Sennilega er það svo. Sjálfsagt bindur forystusveit VG einhverjar vonir við tengsl við nýkjörinn forseta ASÍ, Drífu Snædal, en meiri líkur en minni eru á því að það sé óskhyggjan ein.
Þótt ótrúlegt kunni að virðast er líklegt að einu raunverulegu trúnaðartengslin, sem hafi orðið á milli ráðherra í ríkisstjórn og uppreisnarmannanna í verkalýðshreyfingunni, séu á milli þeirra og Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra.
Má greina þar einhvern enduróm frá fyrri tíð, þegar Framsóknarflokkurinn hallaði sér meira til vinstri en síðustu áratugi?“