Smári McCarty Pírati velti upp hvort þyrlur Gæslunnar séu óöruggar og hvort að fáir vilji nota þær:
„Ef þetta eru góðar og eftirsóttar þyrlur, hvernig stendur þá á því að við höfum fengið miklu nýrri þyrlur, þær eru nýrri, miklu stærri, miklu fullkomnari þyrlur tæknilega séð, á sama verði og gamlar, í rauninni í skiptum? Hvers vegna var hægt að ná svo góðum samningum? Gæti mögulega hugsast að það hafi eitthvað með það að gera hversu fáir í heiminum vilja nota þessa tegund? Það er rétt að Flugöryggisstofnun Evrópu hefur vottað þær,“ sagði Smári.
„Gæti það mögulega hugsast að það hafi eitthvað með það að gera að fólki finnist óþægilegt að nota þessar þyrlur, sérstaklega kannski í Noregi, þar sem þessar þyrlur eru leigðar. Kannski gengur erfiðlega að koma þeim í verð þar og kannski er auðveldara að koma t.d. eldgamalli þyrlu héðan í verð þar, kannski. Alla vega, þegar ég kalla þær gallagripi þá ég er ekki að segja að þær séu endilega óöryggar, en öryggissaga þeirra er verri en öryggissaga 737 MAX og hættan á bilun í þeim er meiri en í 737 MAX vegna þess að þar var alla vega hægt að bregðast við og afstýra slysi með réttum handtökum. Þetta er ástand sem margir vara við, mörgum finnst óþægilegt, og að viðurkenna það ekki er pínulítið kjánalegt.“
„Landhelgisgæslan hefði aldrei samþykkt þessar þyrlur ef ekki hefði verið búið að tryggja að þær væru í góðu lagi. Þær væru afar góðar til þess verkefnis sem þær sinna hérlendis. Leigusali var með ónotaðar, fullkomnar þyrlur vegna stöðu á olíumarkaði, sem leiddi til þess að við fengum þær á þessu verði,“ útskýrði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.