Greinar

Eru þingmenn með óbragð í munninum?

By Ritstjórn

August 27, 2020

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Hefur einhver af þeim stjórnmálamanneskjum sem talað hefur verið við í fjölmiðlum vegna ríkisábyrgðar á lánum Icelandair nefnt hversu ömurleg tilhugsun það er að veita fyrirtækinu þessa aðstoð með brotamann gagnvart vinnulöggjöfinni og helsta „union-buster“ Íslands sem stjórnanda? Ef ég sæti sem kjörinn fulltrúi á Alþingi væri ég með óbragð í munninum, svo vægt sé til orða tekið, við tilhugsunina um hversu helsjúkt það er að á sjálfum staðnum þar sem lögin eru sett eigi nú að samþykkja að stjórnendur sem virða ekki grundvallarlög landsins gagnvart vinnandi fólki njóti svo ríkulegrar aðstoðar lýðræðisríkisins.

(Ó, hversu fljótt frasinn „við erum öll í þessu saman“ varð merkingarlaus og hinn aldagamli sannleikur varð aftur öllum augljós: Sum dýr eru svo miklu meira „öll“ í þessu saman en önnur.)