- Advertisement -

Eru þau að hæðast að Bjarna?

Daginn eftir að Miðjan birti þessa undarlegu setningu eftir formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson: „Það hefur stundum verið sagt að ef eina verkfærið sem maður hefur er hamar þá sýnist manni að allt sé nagli. Maður sér ekkert annað en það sem maður getur beitt hamrinum á,“ birti Óli Björn án sýnilegra ástæðu tilvitnun í Bjarna heitinn Benediktsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins: „Á Íslandi þarf sjálf­stæði allr­ar þjóðar­inn­ar að efl­ast af sjálf­stæði ein­stak­ling­anna.“

Það er mikill munur á þeim nöfnum og frændum.

Í nýrri þingræðu gerir Sigríður Á. Andersen létt grín af Bjarna án þess að nefna hann á nafn. Hún kýs að segja „ríkisvaldið“ en eins og við vitum kemst enginn núverandi stjórnmálamaður nær því að vera hið sanna ríkisvald en Bjarni Benediktsson núverandi formaður Sjálfstæðisflokks.

„Sagan geymir ýmis dæmi þess að ný tækni og nýjar vörur og nýir viðskiptahættir sem þeim fylgja rjúfi einokun á ákveðnum sviðum og það þótt að ríkisvaldið sé alveg staðráðið í því að halda einokunarstöðu sinni,“ þarna minnir Sigríður Á. Andersen á að flokkurinn hennar segist vilja afmá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. En gerir ekkert í málinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Með aukinni netverslun undanfarinna ára hefur einokun Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins til að mynda verið rofin að því leyti að Íslendingar geta núna með einföldum hætti pantað áfengi frá öðrum smásölum en ÁTVR, en þó aðeins frá erlendum smásölum handan hafsins með tilheyrandi óhagræði fyrir viðskiptavini hér á landi vegna tíma og kostnaðar sem fylgir þessum flutningi yfir hafið.

Sjálf­stæði þjóðar og frelsi ein­stak­lings­ins eru órjúf­an­leg hvort frá öðru eins og Bjarni Bene­dikts­son (eldri) benti á:


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: