STJÓRNMÁL Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður vill svör frá Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra um hvort stefnt sé að auknum einkarekstri í heilbrigðisþjónustu og ef svo er, Þá á hvaða sviðum?
Svandís spyr einnig hvort Kristján Þór telji að réttindi sjúklinga sem nýta sér einkarekna heilbrigðisþjónustu séu nægilega trygg með tilliti til mistaka sem kunna að verða?
Þriðja spurningin er svona: Hvernig er háttað kröfum um tryggingar þeirra sem starfrækja einkarekna heilbrigðisþjónustu? Telur ráðherra nægilega tryggt að heilsufarstjón sem fólk kann að verða fyrir vegna mistaka í einkarekinni heilbrigðisþjónustu verði ekki til að valda kostnaði í opinbera heilbrigðiskerfinu?
Og að lokum, sér ráðherra fyrir sér breytingar á rekstrarumhverfi einkarekinnar heilbrigðisþjónustu í þá veru að markaðsstarf aukist, t.d. með auglýsingum á verðskrám, tilboðum o.þ.h.?