- Advertisement -

Eru Sjálfstæðismenn virkilega svona slappir í stærðfræði?

Vilhjálmur Árnason í Silfrinu.

„Þessi stjórnarþingmaður var að hrósa sér fyrir að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð og færa fé til fólksins. Þetta er bara hrein og klár lygi. Ráðherra lagði niður stofnun sem fær 700 milljónir á fjárlögum en svo aðrar 700 milljónir með rannsóknum og alþjóðasamstarfi. Ok, hvernig hefur verið sparað og fénu skilað?“

Þannig skrifar Atli Þór Fanndal um málflutningi Vilhjálms Árnasonar Sjálfstæðisflokki í Silfri gærdagsins.

„Sjálfsaflafé er horfið að mestu því það er úr alþjóðasjóðum sem aðgengilegir eru stofnunum til nýsköpun hjá hinu opinbera – og ekki einkaaðilum. Þar eru 700 milljónir farnar. Næst kemur svo kostnaður við lokum sem er um 320 milljónir, ráðherra bjó til sjóð sem heitir Lóa og kostar 100 milljónir (og er með eigin yfirbyggingu), næst er stofnun Tækniseturs sem er ekki fjármagnað en mun kosta svona 300 milljónir ef vel á að gera að lágmarki. Ég veit þó að ráðherra vill setja hundrað milljónir í dæmið á ári í aðeins þrjú ár.

Ráðherra flutti svo starfsemi sem NMÍ vann og ríkið er skuldbundið til að vinna í fjölda stofnanir. Þar bættist launakostnaður við. Hún ákvað að stækka ráðuneytið sitt með þessum mikla sparnaði og stefnu um að minnka yfirbyggingu. Ráðuneyti eru nú almennt talin sú yfirbygging sem hvað lengst er frá daglegum verkum almennings. Það skipti auðvitað engu þegar maður telur sig get eytt pening, sparað hann, lokað yfirbyggingu og ráðið fleiri starfsmenn hjá sjálfum sér.

Svo hefur hún lofað einhverri stafrænni gátt sem mun eitthvað kosta. Kannski sérstaklega eftir að hún henti gátt NMÍ í ruslið. Í þessari viku var um 20 frumkvöðlum sagt upp húsnæðinu sínu. Ráðherra ætlar svo að styrkja hitt og þetta. Sparnaðurinn er enginn. Ráðherra eyðilagði stuðningskerfið og er þegar búin að eyða meintum sparnaði með verri niðurstöðu.

Eru Sjálfstæðismenn virkilega svona slappir í stærðfræði?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: