- Advertisement -

ERU SA OG STJÓRNVÖLD AÐ ÖGRA VERKALÝÐSHREYFINGUNNI?

Er ekki verið að ögra verkalýðshreyfingunni með þessu háttalagi.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Það er 1. febrúar í dag. Samningar hjá stórum hópi verkafólks runnu út fyrir einum mánuði. Þetta verkafólk er samningslaust. En samt gerist ekkert í kjaraviðræðunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Atvinnurekendur eru ekki farnir að bjóða neina kauphækkanir (ekki einu sinni „ofurtilboð“ sitt 1-2% !) Og ríkisstjórnin hefur heldur ekki boðið neitt.

Starfshópur stjórnarinnar um húsnæðismál lagði aðeins fram óskalista, hugmyndir en engar ákvarðanir um aðgerðir. Og sama er að segja um skattamálin.

Ríkisstjórnin hefur ekki enn boðað neinar skattalækkanir fyrir þá lægst launuðu. Þær koma en það verður einhver hungurlús og fyrst og fremst pappírslækkun, sem mun gagnast sárafáum.

Þannig standa málin, þegar samningar hafa verið lausir í heilan mánuð.

Það er alveg ljóst, að stefna SA og ríkisstjórnar er sú, að draga málin sem mest á langinn. Það er verið að þreyta verkalýðshreyfinguna. Er ekki verið að ögra verkalýðshreyfingunni með þessu háttalagi. Mér sýnist það.

Þeir sem stjórna ferðinni í kjaradeilunni hjá SA og ríkisstjórn eru fulltrúar auðstéttarinnar, sem hrifsuðu til sín tugi prósenta í kauphækkunum og neituðu að skila aftur ofurhækkunum, sem kjararáð ákvað. Þessir aðilar segja,að lítið sem ekkert svigrúm sé fyrir launahækkun verkafólks. Hafa þessir aðilar enga sómatilfinningu?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: