- Advertisement -

Eru ráðherrarnir rógberar?

Sigurjón Þórðarson skrifaði:

Sigurjón Þórðarson.

Hvers eiga Norðlendingar og aðrir sem hafa orðið fyrir; tjóni í óveðrinu, að gjalda? Til viðbótar framangreindu tjóni, hættu og óþægindum eru Norðlendingar sakaðir um í fjölmiðlum, að hafa skapað sér sitt eigið víti!

Áburðurinn kemur úr hörðustu átt þ.e. frá þeim sem bera ábyrgð stöðu innviða á borð við framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, forstjóra Landsnets og jafnvel einstaka ráðherra á borð við Sigurð Inga og Þórdísi K.R.G. Sveitarstjórnarfólk, landeigendur og jafnvel lögregla er ýmist sagt fara rangt með stöðu mála eða hafa jafnvel dregið lappirnar í að koma á nauðsynlegum úrbótum.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Álfhidur Leifsdóttir. Mynd: trolli.is.

Það er ljóst að öll skipulagsvinna varðandi Sauðárkrókslínu 2 var lokið af hálfu Sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2009 og því lítilmannlegt af forstjóra Landsnets að vísa allri ábyrgð frá sér og heim í hérað á frumstæðum flutningsbúnaði heim á Krók.

Úr bæjum og þorpum hafa verið fjarlægðar dísilrafstöðvar og sömuleiðis olíubirgðir til þess að láta þær snúast. Fækkað hefur verið verulega í öllum viðbúnaði RARIK á landsbyggðinni á meðan skrifstofan í Reykjavík hefur fitnað eins og sjá má á stórmerkilegri samantekt sem Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarmaður í Skagafirði tók saman.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: