Vilhelm G. Kristinsson:
Já, á pappírnum. Í raunveruleikanum ekki. Dæmi:
- 1. Þeir þora ekki annað en láta átölulaust svívirðilegt framferði Bandaríkjamanna víða um heim. Að ekki sé minnst á óréttlæti og miskunnarleysi þeirra heima fyrir, svo sem gagnvart minnihlutahópum og flóttamönnum (Filippseyjar eru hins vegar langt í burtu og engir viðskiptahagsmunir þar).
- 2. Þeir þora ekki annað en að láta átölulaust hernaðaræði NATO og NATO-ríkja og árásir þeirra á fullvalda ríki.
- 3. Þeir þora ekki annað en að bukka sig og beygja í hvert sinn sem Bruxelles-valdið ræskir sig.
Íslendingar eru ekki frjáls þjóð – þeir eru óttaslegin þjóð, eiginlega skelfingu lostin.