Fréttir

Eru greiðslur í lífeyrissjóði sem hverjir aðrir skattar?

By Miðjan

January 22, 2019

Þingmennirnir Óli Björn Kárason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tókust á, um almannatryggingar, á Alþingi. Þeir deildu um hvort almannatryggingar séu öryggisnet eða réttindakerfi.

Byrjum á Óla Birni:

„Það er grundvallaratriði, þegar kemur að almannatryggingum, að við tryggjum að til staðar sé öryggisnet sem grípi þá sem þurfa á aðstoð að halda, að við beinum takmörkuðum fjármunum okkar í þá átt en leggjum ekki álögur á ungt fólk til að greiða þeim sem best standa úr því kerfi, þeim sem sumir mundu segja, háttvirtur þingmaður, að væru á okurlífeyrisréttindum.“

Þá sagði Sigmundur Davíð:

„Ekki er annað að heyra þar en að þegar menn borgi í lífeyrissjóði sé eins og menn séu að borga hverja aðra skatta, rétt eins og skattar sem renna í velferðarkerfið að öðru leyti, í almannatryggingar að öðru leyti. Ég efast um að stór hluti þess fólks sem í hverjum mánuði sér háa greiðslu í sinn lífeyrissjóð á launaseðlinum átti sig á því að þetta sé viðhorf Sjálfstæðismanna.“